Eyjamenn upp að hlið Valsmanna

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, og Arnar Birkir Hálfdánsson leikmaður …
Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, og Arnar Birkir Hálfdánsson leikmaður liðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍBV komst upp að hlið Valsmanna í fjórða til fimmta sæti Olís-deildar karla með 21 stig eftir öruggan sigur á Fram, 30:25, í lokaleik 19. umferðar í Framhúsinu í dag. Eyjamenn voru með forystu í leiknum frá upphafi til enda og var sigur þeirra afar öruggur en þeir voru lengi vel með átta marka forskot í síðari hálfleik. 

Fram er sem fyrr í næst neðsta sæti með 13 stig eins og Akureyri. 

ÍBV-liðið var sterkari aðilinn  í leiknum í dag frá upphafi til enda. Getumunurinn var greinilegur og um leið staða liðanna í deildinni. ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12, en náði fljótlega átta marka forskoti í síðari hálfleik og þar með voru úrslitin ráðin.

ÍBV-liðið var sterkara allan fyrri hálfleik. Það tók forystu snemma og var með tveggja til fjögurra marka forskot fram að hálfleik, þá stóðu leikar, 15:12, Eyjamönnun í dag.  Bæði lið gerðu talsvert af mistökum í sókninni og á stundum voru leikmenn, ekki síst ÍBV, að flýta sér fullmikið. Framarar voru í vandræðum með sóknarleik leik sinn, eins og stundum áður á leiktíðinni. Þá var varnarleikur þeirra köflóttur.

Eyjamenn keyrðu enn frekar upp hraðann í síðari hálfleik og voru komnir með átta marka forskot, 22:14, eftir tæpar 13 mínútur. Vörn liðsins var góð og langar sóknir Fram-liðsins bitu lítt á Eyjamönnum.

ÍBV-liðið hélt sínu strike með sterkum varnarleik og góðri markvörslu Stephens Nielsen. Framarar voru mörgum skrefum á eftir. Liðið lék nánast bara upp á heiðurinn í síðari hálfleik

Fram 25:30 ÍBV opna loka
60. mín. Grétar Þór Eyþórsson (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert