Jafnt í heimaleik Vals í Svartfjallalandi

Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. Ljósmynd/Baldur Þorgilsson

Valur og Part­iz­an 1949 frá Tivat í Svart­fjalla­landi skildu jöfn, 21:21, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendabikars karla í handknattleik í dag.

Báðir leikirnir fara fram ytra, sá seinni á morgun en leikurinn í dag er heimaleikur Vals. Partizan var með tveggja marka forystu, 13:11, að loknum fyrri hálfleik.

Leikurinn var jafn lengst af en Hlíðarendapiltar fengu síðustu sóknina í leiknum og hefðu getað tryggt sér sigurinn. Sóknin var löng en Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. 

Króatinn Josip Juric Grgic tók síðasta skot leiksins en hann þrumaði boltanum í þverslána á marki Partizan og jafntefli því niðurstaðan.

Markaskorar Vals: Anton Rúnarsson 6 mörk, Sveinn Aron Sveinsson 5, Josip Juric Grgic 4, Vignir Stefánsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2 og Ýmir Örn Gíslason 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert