Ellefu íslensk mörk í toppslagnum

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm mörk. AFP

Meistaraliðið Kristianstad vann auðveldan sigur á Lugi, 29:19, á útivelli í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Ólafur Guðmundsson var næstmarkahæstur hjá Kristianstad með fimm mörk, en meistararnir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 15:11 og létu kné fylgja kviði eftir hlé. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk og Gunnar Steinn Jónsson bætti öðrum tveimur við fyrir Kristianstad.

Meistararnir eru nú með þriggja stiga forskot á toppnum, hafa þar 45 stig en Lugi kemur næst á eftir með 42 stig.

Örn Ingi Bjarkason skoraði ekki fyrir Hammarby sem vann Karlskrona, 32:26, á útivelli en Hammarby er í þriðja neðsta sæti með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert