Einar Ingi til Aftureldingar

Einar Ingi Hrafnsson snýr aftur til Aftureldingar.
Einar Ingi Hrafnsson snýr aftur til Aftureldingar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Handknattleiksmaðurinn Einar Ingi Hrafnsson hefur ákveðið að leika með uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, á næsta keppnistímabili.

Einar Ingi, sem er línumaður, hefur síðustu fjögur ár leikið með Arendal í Noregi en var þar áður með liðum í Danmörku og í Þýskalandi. Auk þess að leika með Aftureldingu var Einar Ingi um skeið í herbúðum Fram og HK áður en hann flutti til Evrópu.

Eftir því sem næst verður komist er þriggja ára samningur í höfn á milli Einars Inga og Aftureldingar. Hann á einn A-landsleik að baki, að því er fram kemur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert