Meistararnir knúðu fram oddaleik

Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sækir að Haukamanninum Andra Heimi Friðrikssyni …
Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sækir að Haukamanninum Andra Heimi Friðrikssyni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram og Haukar mætast öðru sinni í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Framhúsinu í kvöld og höfðu Haukar betur 28:24. Staðan í rimmu liðanna er því 1:1 og oddaleikurinn verður á Ásvöllum á laugardaginn.

Fram vann fyrsta leikinn á Ásvöllum, 33:32, eftir framlengingu og gat því tryggt sér sigur í einvíginu í kvöld. Haukum hefur vafalaust verið brugðið við að tapa fyrsta leiknum og þeim var greinilega létt í leikslok í Safamýri. 

Þeir höfðu samt sem áður undirtökin nánast allan leikinn og sigur þeirra var verðskuldaður. Haukar höfðu yfir 14:11 að loknum fyrri hálfleik. Þeir juku forskot sitt verulega framan af síðari hálfleik en fyrstu 12 mínúturnar í seinni hálfleik skoraði Fram aðeins eitt mark. Haukar náðu þá mest sjö marka forskoti. 

Framarar gáfust þó aldrei upp og þeir reyndju að berjast eins og þeir gátu. Þeim tókst með því að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um þrjár mínútur voru eftir. Þá fóru þeir í sókn og Þorgeir Bjarki fékk dauðafæri þegar hann komst í gegnum vörn Hauka en Giedrius Morkunas varði frá honum. Innsiglaði hann sigur Hauka með þeirri markvörslu en Morkunas varði 16/1 skot í leiknum. 

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot fyrir Fram, flest þeirra í fyrri hálfleik. Daníel Þór Guðmundsson varði 2. Þorgeir Bjarki Davíðsson var markahæstur hjá Fram með 5 mörk og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson kom næstur með 4 mörk en Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði 7 fyrir Hauka. 

Fram 24:28 Haukar opna loka
60. mín. Elías Már Halldórsson (Haukar) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert