Leikið um sæti í úrvalsdeild

Bjarni Fritzson og lærisveinar hans í ÍR mæta Þrótti í …
Bjarni Fritzson og lærisveinar hans í ÍR mæta Þrótti í kvöld. mbl.is/Eggert

Í kvöld hefjast einvígin tvö í umspili 1. deildar karla í handbolta, þar sem liðin í 2.-5. sæti taka þátt.

Vanalega væru liðin að keppa um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en ef fram heldur sem horfir verður fjölgað í 12 lið í deildinni. Fari svo munu sigurvegarar einvígjanna tveggja komast upp í úrvalsdeildina.

ÍR og Þróttur leika fyrsta leik sinn í Austurbergi kl. 19.30, en Víkingur og KR mætast í Víkinni kl. 20. ÍR, undir stjórn Bjarna Fritzsonar og Sturlu Ásgeirssonar, hafnaði efst þessara liða eða í 2. sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert