Guðmundur skrifaði undir

Guðmundur handsalar samninginn.
Guðmundur handsalar samninginn. Ljósmynd/twitter-síða handknattleikssambands Bahrein.

Guðmundur Þórður Guðmundsson var í gær formlega kynntur til leiks sem landsliðsþjálfari Bahrein í handknattleik en eins og Guðmundur staðfesti í samtali við mbl.is á dögunum ákvað hann að taka tilboði um að taka við starfinu.

Samningur Guðmundar er til sjö mánaða en hann hefur dvalið í Persaflóaríkinu frá því fyrir páska þar sem hann hefur kynnt sér handboltann í landinu til hlítar og hefur meðal annars fylgst með úrslitakeppninni um meistaratitilinn þar í landi.

„Ég mun hefja störf í kring­um 20. ág­úst og fyrsta verk­efnið verður bara æf­ing­ar með liðið. Ég verð með liðið við æf­ing­ar í þrjár vik­ur og svo eitt­hvað í nóv­em­ber og svo verð ég með liðið í einni sam­fellu frá des­em­ber fram yfir Asíu­leik­ana sem verða í janú­ar,“ sagði Guðmundur við mbl.is á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert