Leiðin til Frakklands verður afar erfið

Leið kvennalandsliðs Íslands í handbolta á EM verður bæði löng …
Leið kvennalandsliðs Íslands í handbolta á EM verður bæði löng og ströng. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að kvennalandslið Íslands í handknattleik á erfitt verkefni fyrir höndum næsta vetur og vor þegar það tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins 2018.

Eftir erfitt gengi síðustu ár var íslenska liðið dottið niður í fjórða og neðsta styrkleikaflokk þegar dregið var í riðla undankeppninnar í París í gær. Niðurstaðan varð eftir því, Íslendingar þurfa að glíma við þrjár öflugar þjóðir, Dani, Tékka og Slóvena, en tvö lið úr riðlinum komast í lokakeppnina sem fer fram í Frakklandi í desember 2018.

Undankeppnin hefst í haust, í lok september, þegar Ísland leikur við Tékkland á útivelli og Danmörku á heimavelli. Síðan er aftur leikið í mars 2018, þá við Slóveníu heima og úti, og loks er spilað í lok maí gegn Tékklandi heima og Danmörku úti.

Sjá umfjöllun um dráttinn fyrir undankeppni EM 2018 í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert