Fóru betur með forskotið en áður

Sólveig Lára Kjærnested
Sólveig Lára Kjærnested mbl.is/Árni Sæberg

Sólveig Lára Kjærnested dró vagninn í sóknarleik Stjörnunnar þegar liðið lagði Fram að velli 23:19 í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Garðabæ í dag. 

Stjarnan byrjaði virkilega vel í leiknum og komst í 9:2 snemma leiks. Liðið náði mest níu marka forskoti en Fram minnkaði niður í fjögur á lokakaflanum en komst ekki nær. 

„Vörnin var rosalega sterk í byrjun leiks og frábær markvarsla fyrir aftan okkur. Mér fannst það gefa okkur kraft inn í leikinn. Á þessum kafla áttu þær mjög erfitt með að skora en okkur gekk ágætlega að skapa okkur marktækifæri. Í vetur höfum við ekki kunnað að fara vel með svona gott forskot en mér fannst við leysa það betur í þetta skiptið en áður. Í seinni hálfleik var ágætt jafnvægi í okkar leik,“ sagði Sólveig Lára sem skoraði 8 mörk og var markahæst hjá Stjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert