Lífróður í Laugardalshöll

Frá æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í gær.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í gær. mbl.is/Golli

Veður geta skipast fljótt í lofti. Það þekkja Íslendingar vel enda stundum sagt að hér á landi sé fremur sýnishorn af veðrum en nokkuð annað. Oft og tíðum má segja það sama um íþróttirnar. Í þeim getur hetjan orðið að skúrki á augabragði. Það sem virtist óyfirstíganleg hindrun í gær er það e.t.v. ekki skömmu síðar.

Ég nefni þetta hér í inngangi vegna þess að skyndilega er íslenska landsliðið í handknattleik karla komið í dauðafæri á að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Króatíu í janúar nk. Möguleikinn sem virtist hafa fjarlægst með tapinu í Brno á miðvikudagskvöldið er svo sannarlega fyrir hendi og meiri en margur gerði sér grein fyrir.

Þótt dauft væri yfir Íslendingum í keppnishöllinni í Brno eftir tapleikinn þá höfðu þeir ekki lagt árar í bát. Vitað var að vonin væri enn fyrir hendi. Margir lögðust í útreikninga af ýmsu tagi með fyrirvara um ef og hefði löngu áður en öll kurl voru komin til grafar. Strax á fimmtudagskvöldið var tekið að hýrna yfir mönnum eftir að úrslit lágu fyrir í öðrum leikjum í undankeppninni. Staða íslenska landsliðsins virtist alls ekki eins vonlítil og talið var. Já, skjótt skipast veður í lofti.

Sjá viðhorfsgrein Ívars Benediktssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert