Tíu marka sigur Slóvena

Úr leik Íslands og Slóveníu sem fram fór í janúar, …
Úr leik Íslands og Slóveníu sem fram fór í janúar, sá leikur var hluti af undankeppni HM. Blaz Janc mætir hér Gunnari Steini Jónssyni. AFP

Karlalið Slóveníu vann rétt í þessu tíu marka sigur gegn Portúgal, 28:18. Leikurinn var hluti af undankeppni EM í handbolta sem haldið verður í Króatíu á næsta ári. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja og fjórða sæti riðilsins, en efstu tvö liðin komast í úrslitakeppnina. Slóvenar tryggðu sér því með sigrinum farseðil til Króatíu.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar, fram í stöðuna 8:8. Eftir það tóku Slóvenar stjórn á leiknum og voru með fjögurra til tíu marka forystu það sem eftir lifði leiks.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn sem fram fór í Kober í Slóveníu.

Þjóðverjar eru efstir í riðlinum og því öruggir á EM ásamt Slóveníu. Portúgal og Sviss eru í sama riðli, en komast ekki á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert