Viljum fara með bros á vör í sumarfrí

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason verða í eldlínunni …
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason verða í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í úrslitaleik um EM-sæti í Laugardalshöllinni annað kvöld. mbl.is/Golli

„Það er okkar að klára þennan leik með sigri og fara með bros á vör í sumarfrí,“ sagði Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, en hann verður í eldlínunni þegar íslenska landsliðliðið mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í Laugardalshöllinni á morgun. 

„Þetta verður hörkuleikur enda hefur Úkraínuliðið unnið bæði Tékka og gert jafntefli við Makedóníu og unnið okkur í fyrri leiknum í þessari keppni. Leikmenn liðsins er stórir og þéttir. Þeir hafa góðan markvörð sem hefur staðið sig vel,“ sagði Janus sem lítið tók þátt í fyrri viðureigninni í Úkraínu í nóvember.

„Við vorum afar fúlir með tapið í Sumy og viljum kvitta fyrir það á sunnudaginn. Ég hlakka til að taka þátt í leiknum að þessu sinni,“ sagði Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik.

Viðureign Íslands og Úkraínu hefst í Laugardalshöllinni kl. 18.45 á morgun. Miðasala er hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert