Gaman að glíma við stóru kallana

Bjarki Már Gunnarsson, landsliðsmaður, ræðir við Brynjólf Jónsson, lækni íslenska …
Bjarki Már Gunnarsson, landsliðsmaður, ræðir við Brynjólf Jónsson, lækni íslenska landsliðsins í handknattleik karla. mbl.is/Golli

„Við höfum nú tækifæri til þess að tryggja okkur keppnisrétt á EM og verðum að nýta það,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, en hann verður í eldlínunni þegar íslenska landsliðliðið mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í Laugardalshöllinni í kvöld.

„Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem Úkraínumenn geta líka komist áfram ef þeir hafa betur og geta jafnvel náð öðru sæti riðilsins,“ sagði Bjarki Már sem verður væntanlega í ati allan leikinn í hjarta íslensku varnarinnar  þar sem hann verður að kljást við stór þunga leikmenn úkraínska landsliðsins.

„Þeir eru stórir og sterkir. Mér finnst gaman að glíma við svoleiðis karla,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson, glaður í bragði þegar mbl.is hitti hann á einni af æfingum íslenska landsliðsins fyrir leikinn í kvöld.

Viðureign Íslands og Úkraínu hefst í Laugardalshöllinni kl. 18.45 í dag. Miðasala stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert