Metnaðurinn hjá okkur var meiri en árangurinn

Ragnar Óskarsson hefur aðstoðað Geir Sveinsson hjá íslenska landsliðinu.
Ragnar Óskarsson hefur aðstoðað Geir Sveinsson hjá íslenska landsliðinu. mbl.is/Golli

„Við sluppum fyrir horn á markatölu í lokaumferðinni,“ sagði Ragnar Óskarsson, aðstoðarþjálfari franska efstudeildarliðsins Cesson Rennes, spurður um árangur liðsins á nýliðnu keppnistímabili í franska handknattleiknum.

Eins og Ragnar segir slapp liðið með skrekkinn eftir að hafa óvænt lent í fallbaráttu en undanfarin ár hefur Cesson Rennes siglt lygnan sjó um miðja deild. Að sögn Ragnars eru markmið þeirra sem reka félagið e.t.v. ekki háleitari en að vera um miðja deild og því hafi baslið á síðustu mánuðum skotið mönnum skelk í bringu.

„Við þjálfararnir höfðum meiri væntingar til liðsins en það stóð undir. Metnaður okkar var fyrir hendi en kannski hefur vantað upp á hjá stjórnendum félagsins og einhverjum leikmönnum því markmiðið hefur oft ekki verið meira en að halda sæti í efstu deild vegna þess að Cesson Rennes hefur ekki eins sterkan leikmannahóp og bestu liðin sem helgast meðal annars af því að félagið hefur ekki úr eins miklum fjármunum að spila og liðin sem eru í fremstu röð í Frakklandi,“ sagði Ragnar þegar Morgunblaðið rabbaði við hann í Brno í Tékklandi á dögunum. Ragnar var þar með íslenska landsliðinu í handknattleik karla. Ragnar hefur verið Geir Sveinssyni landsliðsþjálfara innan handar.

Ítarlegt viðtal við Ragnar má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert