Spánverjar tóku gullið á HM

Spánverjar eru heimsmeistarar.
Spánverjar eru heimsmeistarar. Ljósmynd/IHF

Spánverjar eru heimsmeistarar í handknattleik karlalandsliða skipaðra leikmönnum 21 árs og yngri eftir 39:38 sigur á Dönum í framlengdum úrslitaleik í Alsír í dag. Frakkar náðu 20:16 forskoti í síðari hálfleik en Dönum tókst að jafna undir lokin og tryggja sér framlengingu þar sem Spánverjar reyndust örlítið sterkari. 

Spánverjar urðu Evrópumeistarar landsliða skipaðra leikmönnum undir 20 ára á síðasta ári og er framtíðin greinilega björt í spænskum handbolta. 

Frakkar höfnuðu í þriðja sæti mótsins með því að vinna Þýskaland, 23:22, fyrr í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert