Hansen vill skotklukku í handbolta

Mikkel Hansen leggur til úrbætur á dómarafyrirkomulagi í handbolta.
Mikkel Hansen leggur til úrbætur á dómarafyrirkomulagi í handbolta. AFP

Danska handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen vill taka upp skotklukku í handbolta. Sem dæmi má nefna að þegar talað er um leiktöf í handbolta, má taka dæmi að lið A er í sókn en mega spila í sókn í nokkrar sekúndur áður en dómarar setja upp hendina til að gefa merki um að engin ógn stafi af sókninni. Í kvölfarið á sókninni strax að ljúka og lið B fær boltann. 

Hansen segir regluna ekki nógu góða og hann sé þreyttur á að dómarar ákveði hvort liðið spili aðgerðarlausan leik.

„Ég held að það sé oft sem þú mætir aðeins slakari andstæðing sem fær að spila í sókn í eina mínútu í hvert skipti. Þegar þitt eigið lið fær svo að leika í aðeins 30 sekúndur áður en dómarar setja hendina upp, þá er svolítið undarlegt að dómararnir ákveði út frá eigin geðþótta hve lengi þú mátt vera í sókn,“ segir Hansen í nýjasta tölublaði TV 2 Sport handboldpodcast.

Því leggur hann til að tekin verði upp notkun skotklukku, líkt og í körfubolta. Þá hefur liðið 24 sekúndur til að vera í sókn, um leið og það fær boltann. Takist liðinu það ekki á tilsettum tíma, fær hitt liðið boltann.

„Því er ég mjög hrifinn af. Ég veit bara ekki hvernig það ætti að virka í sambandi við til dæmis tveggja mínútna brottvísun sem leikmaður fær þremur sekúndum fyrir leikslok. Hvað á þá að gera? Í körfunni fær liðið nokkrar sekúndur á ný. Sem leikmaður færð þú stundum á tilfinninguna að hitt liðið fái endalausan tíma til að spila þar sem hendur dómaranna koma ekki upp.

Hansen er gramur yfir að handbolti einkennist af dómaramistökum. Því lítur hann á það sem jákvætt að gera breytingar á reglum handboltans sem gera dómurum auðveldara fyrir að dæma leikina.

„Sá sem hefur prófað að vera dómari, þótt það sé ekki í nema smá stund, veit að þeir gegna erfiðu starfi. Það er í raun vanmetið starf sem á skilið þakkir. Ég vil kannski setja fleiri reglur þannig það sé ekki jafn mikið svigrúm á tímum í handbolta. Það þýðir líka að leikmenn væru ekki eins svekktir.“

Hansen opnar einnig á umræðuna um þriðja dómarann á handboltavellinum.

„Stundum er erfitt fyrir dómarana að halda utan um allt sem gerist. Þeir verða að hafa auga á öllu, hversu lengi fólk hefur spilað með boltann. Þeir verða að fylgjast með svo miklu að það er alveg eins hægt að hafa einn dómara í viðbót inni á?,“ sagði Mikkel Hansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert