Teitur með stórleik í sigri á Japan

Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Teitur Örn Einarsson skoraði tíu mörk og var markahæstur fyrir íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri í morgun er liðið vann Japan, 26:24 í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Georgíu.

Teitur var valinn maður leiksins en hann átti auk markanna tíu, sjö stoðsendingar. Staðan var 14:12 fyrir Ísland í hálfleik.

Ísland mætir Síle á morgun kl. 12 að íslenskum tíma en með Íslandi í riðli leika Alsír, Síle, Georgía, Þýskaland og Japan.

Mörk Íslands:
Teitur Örn Einarsson 10, Sveinn Andri Sveinsson 3, Birgir Örn Birgisson 3, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Sveinn José Rivera 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 1, Darri Aronsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot og Andri Scheving varði 12 á síðustu 20 mínútunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert