Wolff dýrasti í sögunni?

Staða Andreas Wolff er óljós.
Staða Andreas Wolff er óljós.

Þýski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Andreas Wolff, gæti verið á leiðinni frá Kiel, þar sem hann hefur leikið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, til Veszprém í Ungverjalandi fyrir metfé.

Í ungverska miðlinum Vecernji list er fullyrt að Veszprém ætli að kaupa Wolff fyrir 2,6 milljónir evra, rúmum 600.000 evrum meira en talið er að PSG hafi greitt Barcelona fyrir Nikola Karabatic sem er dýrasti handknattleiksmaður sögunnar.

Wolff er með samning við Kiel sem gildir til ársins 2019 en hann hefur áður verið orðaður við Veszprém.

Ef af kaupunum verður er ekki víst að Wolff yrði liðsfélagi Arons Pálmarssonar, en staða Arons hjá Veszprém er enn í lausu lofti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert