Fram og ÍBV spáð meistaratitlum

Íslandsmeisturum Fram er spáð deildarmeistaratitli í Olís-deild kvenna en keppni …
Íslandsmeisturum Fram er spáð deildarmeistaratitli í Olís-deild kvenna en keppni hefst á sunnudaginn. mbl.is/Eggert

Fram er spáð deildarmeistaratitli í handknattleik kvenna og ÍBV sigri í úrvalsdeild karla í árlegri spá, þjálfara, fyrirliða og forráðamanna Olís-deildar kvenna og karla sem kynnt var á kynningarfundi fyrir Íslandsmótið sem haldinn var í hádeginu. Keppni hefst í úrvalsdeildum karla og kvenna á sunnudaginn. 

Reiknað er með að keppnin um deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna standi á milli Fram og Stjörnunnar og að auk þeirra fari ÍBV og Valur í fjögurra liða úrslitakeppnina. Nýliðum Fjölnis er spáð falli næsta vor. 

Niðurstaða spár um röðin í Olís-deild kvenna:

1. Fram
2. Stjarnan
3. ÍBV
4. Valur
5. Haukar
6. Grótta
7. Selfoss
8. Fjölnir

Í Olís-deild karla er talið að ÍBV, Valur, FH og Afturelding verði í fjórum efstu sætunum en auk þeirra farið Hauka, Stjarnan, Selfoss og ÍR í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn.  Víkingi og Gróttu er spáð falli í 1.deild en tvö lið falla. 

Niðurstaða spár um röðin í Olís-deild karla:

1. ÍBV
2. Valur
3. FH
4. Afturelding
5. Haukar
6. Stjarnan
7. Selfoss
8. ÍR
9. Fram
10.Fjölnir
11.Grótta
12.Víkingur

Spáin gerir ennfremur ráð fyrir að KA og Akureyri taki sæti Víkings og Gróttu í Olís-deildinni.

Spá um röðina þegar upp verður staðið í 1.deild karla sem nú nefnist grill 66-deild karla:

1. KA
2. Akureyri
3. HK
4. Þróttur
5. Valur U
6. Hvíti riddarinn
7. ÍBV U
8. Mílan
9. Stjarnan U
10.Haukar U

Spá um röðina þegar upp verður staðið í 1.deild kvenna sem nú nefnist grill 66-deild kvenna:

1. HK
2. KA/Þór
3. Afturelding
4. FH
5. ÍR
6. Fylkir
7. Víkingur
8. Fram U
9. Valur U

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert