Sigur hjá Fram í æsispennandi leik

Úr leik Fram og ÍBV í kvöld.
Úr leik Fram og ÍBV í kvöld. mbl.is/Golli

Fram vann 33:30-heimasigur á ÍBV í fimmtu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn en Fram hafði þó yfirhöndina í fyrri hálfleik. Fram var með þriggja marka forystu í hálfleik, 16:13, en Eyjakonur eltu framan af í síðari hálfleik.

Þegar leið á síðari hálfleik gaf ÍBV í og minnkaði muninn í tvö mörk, en Fram var þó með undirtökin og sigldi þriggja marka sigri í höfn.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði Fram með 10 mörk, en Ragnheiður Júlíusdóttir var næst með 8 mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 16 skot í marki Fram.

Greta Kavaliauskaite var markahæst í Eyjaliðinu með 8 mörk en Sandra Erlingsdóttir var næst með 7 mörk. Erla Rós Sigmarsdóttir varði 10 skot í marki ÍBV og Guðný Jenný Ásmundsdóttir 6 skot.

Fram komst með sigrinum upp fyrir ÍBV í annað sætið og er nú með átta stig, einu stigi á eftir toppliði Vals, en Eyjaliðið hafði ekki tapað leik á tímabilinu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is í beinni textalýsingu.

Fram 33:30 ÍBV opna loka
60. mín. Elísabet Gunnarsdóttir (Fram) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert