Arnór Þór markahæstur í toppslagnum

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. AFP

Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson fór fyrir liði Bergischer í toppslag þýsku B-deildarinnar í handknattleik og skoraði níu mörk í útisigri liðsins á Bietigheim þar sem lokatölur urðu 33:23.

Arnór Þór lét sér ekki nægja það að skora níu mörk í leiknum heldur var hann með 100% skotnýtingu auk þess að vera markahæstur á vellinum.

Bergischer hefur unnið alla leiki sína í deildinni á tímabilinu, hefur 30 stig og níu stiga forskot á Bietigheim í 2. sæti og hefur algjöra yfirburði í deildinni. Þar er Arnór Þór algjör lykilmaður en hann er markahæstur í deildinni með 123 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert