Svíþjóð vann Norðurlandaslaginn

Hanna Blomstrand átti mjög góðan leik fyrir Svíþjóð.
Hanna Blomstrand átti mjög góðan leik fyrir Svíþjóð. AFP

Svíþjóð varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem fram fer í Þýskalandi eftir 26:23-sigur á Danmörku.

Danir byrjuðu betur og komust í 5:2 snemma leiks. Þá kom góður kafli hjá Svíum sem breyttu stöðunni í 10:9 og var staðan í hálfleik 13:11, Svíþjóð í vil. 

Sænska liðið hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og var staðan 22:15 þegar skammt var eftir. Þá tóku þær dönsku við sér og minnkuðu muninn í tvö mörk rétt fyrir leikslok, 24:22. Nær komust þær hins vegar ekki og Svíþjóð leikur í undanúrslitum á HM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert