Getur FH jafnað metin í Mosó?

13 Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist FH-ingum afar erfiður.
13 Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist FH-ingum afar erfiður. mbl.is/Óttar Geirsson

Afturelding getur með sigri komist í álitlega stöðu í baráttunni við FH um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en liðin mætast í öðrum leik úrslitaviðureignarinnar í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding leiðir einvígið 1:0.

Afturelding vann fyrsta leikinn í Kaplakrika á sunnudaginn, 32:29, en frábær frammistaða Þorsteins Leós Gunnarssonar lagði grunninn að sigri gestanna en skyttan hávaxna skoraði þrettán mörk.

Leikurinn var hnífjafn og ljóst er að lítill munur er á styrk liðanna en skarð fyrir skildi hjá Hafnfirðingum er fjarvera Arons Pálmarssonar. Landsliðsfyrirliðinn gat hvorki leikið í oddaleik FH gegn ÍBV í undanúrslitum né fyrsta leik úrslitanna og er óvíst er um þáttöku hans í kvöld.

Geti Aron spilað eykur það sigurlíkur FH til muna en í síðustu heimsókn sinni á Varmá skoraði Aron fimmtán mörk í þriggja marka sigri Hafnfirðinga. 

Leikurinn hefst klukkan 19:40 í Mosfellsbænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert