Sigurður og Loki sigruðu

Eva Björk Ægisdóttir

„Hann er alltaf tilbúinn að beita sér og er einstakur hestur,“ sagði Sigurður Sigurðarson, sem sigraði í B-flokki gæðinga á Loka frá Selfossi með 9,39 í einkunn. Sigurður vann B-flokkinn á landsmóti í þriðja sinn og gerði það af öryggi. Síðast vann hann B-flokkinn á Kjarnorku frá Kálfholti árið 2011. Fyrst vann hann B-flokkinn á Kringlu frá Kringlumýri árið 1998 og þá unnu þau einnig töltið. Á síðasta landsmóti, 2012 í Reykjavík, vann hann A-flokkinn á Fróða frá Staðartungu.  

Svanhvít Kristjánsdóttir var á Glódísi frá Halakoti, sem er systir Glóðafeykis frá Halakoti sem vann í B-flokki á síðasta landsmóti í Reykjavík. Knapi hans var Einar Öder, eiginmaður Svanhvítar. 

Úrslit B-flokkur

  1. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson. Einkunn: 9,39
  2. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Þrumufleygur frá Álfhólum. Einkunn: 9,11
  3. Hrynur frá Hrísdal og Siguroddur Pétursson. Einkunn: 9,04
  4. Dreyri frá Hjaltastöðum og Frauke Schenzel. Einkunn: 8,86
  5. Klerkur frá Bjarnanesi og Eyjólfur Þorsteinsson. Einkunn: 8,85
  6. Sleipnir frá Árnanesi og Ragnar Tómasson. Einkunn: 8,82 
  7. Glódís frá Halakoti og Svanhvít Kristjánsdóttir. Einkunn: 8,79
  8. Dalur frá Háleggstöðum og Barabara Wenzl. Einkunn: 8,78  
Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert