Vígdís vann drengina

Eva Björk Ægisdóttir

„Ég tileinka Eyjólfi sigurinn. Hann hefur mest séð um þjálfunina á merinni og leyfði mér að keppa á henni,“ sagði Vigdís Matthíasdóttir sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í 100 metra skeiði á hryssunni Veru frá Þóroddsstöðum á tímanum 7,36 sek. Eyjólfur Þorsteinsson er kærasti og barnsfaðir hennar.  

„Þetta er ótrúlegt adrenalínkikk að ríða skeið. Maður er að henda sér út í djúpu laugina og það er ekkert smá skemmtilegt,“ sagði Vigdís. Hún hafði betur á móti Sigurbirni Bárðarsyni, sem fór einnig á sama tíma og hún í fyrri sprettinum á Andra frá Lynghaga. Tveir sprettir eru í 100 metra skeiði. Vigdís var með betri tíma en Sigurbjörn í seinni sprettinum og því var sigurinn hennar. 

Úrslit í 100 metra skeiði

  1. Vigdís Matthíasdóttir og Vera frá Þóroddsstöðum 7,36
  2. Sigurbjörn Bárðarson og Andri frá Lynghaga 7,36
  3. Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum 7,59
  4. Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Sóldögg frá Skógskoti 7, 64
  5. Teitur Árnason og Jökull frá Efri-Rauðalæk 7,65
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert