Þýskir fjölmiðlar: Meistarar eftir fjögur ár

Bastian Schweinsteiger getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir ósigurinn í …
Bastian Schweinsteiger getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir ósigurinn í gærkvöld. Reuters

Þýska þjóðin er vitanlega súr eftir tap Þjóðverja fyrir Spánverjum í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Duran í Suður-Afríku í gær en rauði þráðurinn í umfjöllun fjölmiðla er sá stórefnilegt lið Þýskalands mun koma til með að hampa heimsmeistaratitlinum eftir fjögur ár.

,,Heimsmeistaradraumurinn er eyðilagður. Spánn var einfaldlega of stór biti fyrir okkar unga lið. Þessi 1:0 ósigur í undanúrslitum var verðskuldaður,“ segir í umfjöllun þýska blaðsins Bild um leikinn. ,,En berið höfuðið hátt, strákar. Því við munum koma með heimsbikarinn frá Brasilíu eftir fjögur ár,“ sagði í Bild.

,,Þetta lið getur gert frábæra hluti eftir fjögur ár,“ segir þýska blaðið Die Welt. ,,Vonbrigðin eru mjög mikil en við verðum að viðurkenna að í gær voru Spánverjarnir betri. En fögnum því hvað þetta þýska liðið hefur gefið okkur þessa yndislegu daga í Suður-Afríku.“

,,Spánn of sterkir, strákarnir hans Jogi of ungir,“ segir í umfjöllun Berlínarblaðsins BZ. ,,Þetta unga þýska lið er til framtíðar og við getum verið stolt af því.“




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert