Mertesacker varar við einbeitingarleysi

Per Mertesacker segir að minnstu mistök gegn Argentínu verði dýrkeypt.
Per Mertesacker segir að minnstu mistök gegn Argentínu verði dýrkeypt. AFP

Per Mertesacker, varnarjaxl Þjóðverja, hefur varað liðsfélaga sína við því að minnstu mistök geti orðið dýrkeypt í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gegn Argentínu á sunnudagskvöld. Þjóðverjar unnu Brasilíumenn 7:1 í undanúrslitunum en Mertesacker segir liðið ekki mega fara fram úr sjálfu sér.

„Það er hættulegt að vinna 7:1 því við höfum ekki efni á því að missa einbeitinguna. Við verðum að vera rólegir og meðvitaðir um stöðuna því markmiðið er að sjálfsögðu að hampa titlinum,“ sagði Mertesacker.

„Við verðum að spila eins og við gerðum gegn Brasilíu, annars eigum við ekki möguleika. Frammistaðan í þeim leik var nærri 100% hjá okkur, sama á hvaða tölfræði er litið. En ef við missum okkur niður þó sé ekki nema smávegis þá eigum við ekki möguleika,“ sagði Mertesacker.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert