Büttner finnst van Gaal ósanngjarn

Louis van Gaal fór illa með Alexander Büttner að sögn …
Louis van Gaal fór illa með Alexander Büttner að sögn bakvarðarins. AFP

Hollenski bakvörðurinn Alexander Büttner sparar ekki gagnrýnina í garð Louis van Gaal, landsliðsþjálfara Hollendinga, og segir þjálfarann hafa verið ósanngjarnan í samskiptum við sig.

Büttner lék með Manchester United í tvö ár og er ósáttur að van Gaal hafi ekki gefið honum tækifæri í hollenska liðinu á þeim tíma. Van Gaal tók sem kunnugt er við liði United eftir nýafstaðið tímabil og Büttner sá sér þann kost vænstan að yfirgefa liðið, vitandi að hann er í kuldanum hjá stjóranum.

„Mér var haldið ósanngjarnt fyrir utan hópinn. Ég spilaði fyrir Man Utd í Meistaradeildinni gegn mönnum eins og Arjen Robben og var maður leiksins. Þegar ég sá hver spilaði í vinstri bakverði gegn Argentínu á HM vissi ég að ég ætti frekar að vera þar,“ sagði Büttner.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert