Frans og Benedikt horfa ekki saman á leikinn

Lionel Messi og Frans páfi. Sennilega mun páfi halda með …
Lionel Messi og Frans páfi. Sennilega mun páfi halda með liði Argentínu í kvöld. AFP

Knattspyrnuaðdáandinn og Argentínumaðurinn Frans páfi vildi ekki gefa neitt upp um hvernig hann héldi að úrslitaleikurinn á HM færi í kvöld. Hann mun ekki horfa á leikinn með forvera sínum í embætti páfa, Þjóðverjanum Benedikt 16. Leikur Argentínu og Þýskalands hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.

Í twitterfærslu í gær segir Frans páfi að keppnin í Brasilíu sýni fram á hversu mikilvægar samræður ólíkra menningarheima séu. „Á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu kemur saman fólk frá ólíkum löndum og með ólíkar trúarskoðanir,“ segir páfi á Twitter @pontifex og bætir við að hann vonist til þess að svo verði áfram - að íþróttir leiði saman ólíkar skoðanir.

Ekki er ólíklegt að Frans páfi horfi á leikinn í kvöld en hann er mikill áhugamaður um knattspyrnu. Hins vegar er Benedikt 16 meira fyrir píanótónlist og guðfræði en íþróttir, samkvæmt frétt The Local.

Frans páfi fæddist í Buenos Aires og hefur allt frá barnæsku verið stuðningsmaður San Lorenzo de Almagro-liðsins.

AFP
AFP
Argentínumenn eru sannfærðir um að Frans páfi sé með þeim …
Argentínumenn eru sannfærðir um að Frans páfi sé með þeim í huga í Brasilíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert