Íslendingar leika um 7. sætið eftir tap fyrir Rússum

Sverre Jakobsson, Guðmundur Guðmundsson, Alfreð Gíslason.
Sverre Jakobsson, Guðmundur Guðmundsson, Alfreð Gíslason. mbl.is/Günther Schröder

Íslendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í dag á heimsmeistaramótinu í handknattleik og leika Íslendingar gegn Spánverjum um 7. sætið á mótinu á laugardag. Rússar skoruðu 28 mörk gegn 25 mörkum Íslendinga.

Þegar um 15 mínútur voru eftir af síðari hálfleik var íslenska liðið tveimur mörkum yfir, 23:21, en í kjölfarið náðu Rússar tökum á leiknum og skoruðu sex mörk gegn einu. Íslenska liðið gerði fjölmörg mistök í sókninni og markvörður Rússa varði vel í síðari hálfleik.

Íslendingar leika um 7. sæti mótsins gegn Spánverjum á laugardag en sá leikur hefst kl. 13 að íslenskum tíma.

Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í marki Íslands eða 19 skot alls.

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7/3, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Alexander Petersson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 3/1, Logi Geirsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Markús Máni Michaelsson 1.

Gangur leiksins: 1:1, 5:3, 7:5, 9:9, 12:12, 14:16, 15:18, 20:20, 23:21, 24:27, 25:28.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert