Ísland stígur á svið í dag

Ingimundur Ingimundarson.
Ingimundur Ingimundarson. mbl.is/Golli

Silfurverðlaunahafarnir frá Ólympíuleikunum og bronsverðlaunahafarnir frá Evrópukeppninni stíga á svið í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Svíþjóð í dag. Ísland mætir þá Ungverjalandi í fyrsta leik B-riðils mótsins.

Undirbúningur íslenska liðsins hefur gengið vel frá því að liðið kom saman í byrjun árs og engin áföll hafa riðið yfir leikmannahópinn. Ingimundur Ingimundarson meiddist reyndar á ökkla í síðari leiknum gegn Þjóðverjum á laugardaginn. Ingimundur er hins vegar leikfær og er ágætlega á sig kominn.

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 16 í Norrköping og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Sjá nánar umfjöllun um HM í Svíþjóð í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka