Fáir áhorfendur á HM kvenna

Hanna Guðrún Stefánsdóttir stekkur inn af línunni í leiknum gegn …
Hanna Guðrún Stefánsdóttir stekkur inn af línunni í leiknum gegn Angóla. mbl.is/Egill Örn Þórarinsson

Sárafáir áhorfendur hafa sótt leikina á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem stendur yfir í Brasilíu. 24 leikjum er lokið í keppninni og hafa samtals 14.400 áhorfendur verið á þeim sem er minna en á úrslitaleiknum 2007 þegar Rússar lögðu Norðmenn í París. 14.600 áhorfendur voru á þeim leik.

Jan Pytlick landsliðsþjálfari Dana segist ekkert skilja í því hvers vegna mótshaldarar og Alþjóða handknattleikssambandsins vinni ekkert í því að fá fleira fólk í hallirnar en hann segist hafa talið 49 áhorfendur á leik Dana og Argentínumanna.

Í aðeins þremur leikjum hafa áhorfendur verið 1000 eða fleiri en flestir áhorfendur hafa verið á leikjum heimaliðsins, en þeir hafa flestir verið 3000 talsins.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert