Guðmundur með fullt hús

Lasse Svan fagnar í kvöld.
Lasse Svan fagnar í kvöld. AFP

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í danska landsliðinu í handbolta, áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna Egypta á HM í Frakklandi í dag. Danir skoruðu 35 mörk gegn 28 hjá Egyptum. 

Danir voru komnir í 10:5 í fyrri hálfleik og vissu þá allir í hvað stemmdi. Danir gáfu Egyptum aldrei möguleika og var sigurinn þægilegur. 

Danska liðið er ógnarsterkt er kemur það mjög á óvart ef þeir berjast ekki um verðlaun í lok móts. 

12 leikmenn komust á blað í danska liðinu og skoraði Lasse Svan mest þeirra eða sex mörk á meðan Casper Mortensen skoraði fimm. Yehia Elderaa skoraði sex fyrir Egypta. 

Danir unnu Argentínumenn í fyrsta leik sínum og hafa því unnið báða leiki sína til þessa á mótinu. Næsti leikur Dana er stórleikur gegn Svíum, sem Kristján Andrésson þjálfar, á mánudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert