„Ánægður að fá tækifæri“

Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. AFP

„Ég var bara ánægður með mína innkomu í seinni hálfleik og ánægður að fá tækifæri til að spreyta mig á HM,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður eftir jafntefli Íslands og Túnis á HM í handknattleik í dag.

Aron Rafn leysti Björgvin Pál Gústavsson af hólmi í síðari hálfleik og hann stóð vaktina vel í markinu

„Vörnin var mjög góð fyrir framan mig, Bjarki var virkilega flottur í hjarta varnarinnar. Við náðum að þvinga þá í erfið skot. Þetta var hörkuleikur eins og við reiknuðum alveg með. Túnis var búið að spila tvo frábæra leiki fram að þessum svo við vissum hvað beið okkar.

Það var mikilvægt að tapa ekki leiknum og þetta stig gæti reynst okkur dýrmætt og nú þurfum við bara að vinna þá tvo leiki sem við eigum eftir og ég er alveg sannfærður um að við gerum það,“ sagði Aron Rafn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert