Ekki hægt að lesa of mikið út úr leiknum

Bjarki Már Gunnarsson stöðvar Edvaldo Esmael Ferreira í leik Íslands …
Bjarki Már Gunnarsson stöðvar Edvaldo Esmael Ferreira í leik Íslands og Angóla í gær. AFP

„Það er erfitt að leika við Angólamenn. Eftir fyrri hálfleikinn vonaðist ég eftir að menn myndu byggja ofan á þá reynslu í síðari hálfleik en svo varð ekki þótt reyndar hafi síðustu tíu mínúturnar verið ágætar hjá okkur,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari karlaliðs Akureyrar í handknattleik og fyrrverandi landsliðsmaður.

„Það þurfti sigur á Angóla og hann náðist og nú er næst á dagskrá að vinna leikinn við Makedóníu. Ef það tekst er ákveðið markmið í höfn, sæti í 16 liða úrslitum HM. Mér finnst ekki ástæða til þess að lesa mikið út úr þessari viðureign. Þó fannst mér eins og flæðið í hefðbundnum sóknarleik væri að batna frá fyrri leikjum. Næst er að stilla spennustigið fyrir Makedóníuleik. Takist það verða okkur allir vegir færir í þeirri viðureign,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson.

Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á HM í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert