Klefinn hjá strákunum er svakalegur

Ísland mætir Frökkum í Lille á morgun.
Ísland mætir Frökkum í Lille á morgun. AFP

Íslenska karlalandsliðið er komið til Lille þar sem liðið mætir gestgjöfum Frakka á heimsmeistaramótinu í handknattleik á morgun, laugardag.

Leikstaðurinn er ansi óvenjulegur, en leikið er á knattspyrnuleikvangi sem breytt hefur verið í handknattleikshöll ef svo má segja. Stefnt er að því að selja allt að 28 þúsund aðgöngumiða og setja met í fjölda áhorfenda í kappleik á HM.

Það er óhætt að segja að klefinn sem strákarnir hafa til afnota á leikvanginum sé ekkert slor, en Björgvin Páll Gústavsson fór með fylgjendur sína á Instagram í skoðunarferð um klefann.

Hann virtist leggjast vel í landsliðsmennina og hrópaði Bjarki Már Elísson meðal annars upp yfir sig: „Við erum aldrei að fara heim!“

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BPf_kcMAiVk/" target="_blank">Klefinn í Lille er í lagi! Við erum aldrei að fara heim! 🇮🇸vs. 🇫🇷 á morgun... #hm2017 #StrákarnirOkkar #ÁframÍsland</a>

A video posted by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 20, 2017 at 12:39pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert