Bein útsending frá HM kvenna á Akureyri

Mótinu er lokið

„Við snúumst bara í hringi“

í fyrradag Jóhann Már Leifsson skoraði mark og lagði upp annað í kvöld þegar SA-Víkingar og Esja mættust í úrslitakeppni karla í íshokkí. Ekki dugði það Akureyringum þar sem Esja vann leikinn 3:2. Staðan er því 2:0 fyrir Esju í einvígi liðanna og á laugardag geta Esjumenn klárað það með þriðja sigrinum. Meira »

„Mætum trítilóðir á laugardaginn“

í fyrradag Andri Freyr Sverrisson var vafinn inn í handklæði þegar blaðamaður rakst á hann í búningsklefa Esjumanna eftir leik þeirra gegn SA-Víkingum í kvöld. Flestir félagar hans voru á sprellanum á leið úr eða í sturtu. Andri gaf sér smá tíma í spjall en Esjumenn lögðu SA 3:2 í leiknum og geta klárað einvígið á laugardag með sigri og orðið Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Meira »

Esja er sigri frá Íslandsmeistaratitli

í fyrradag Deildarmeistarar Esju eru aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í íshokkí eftir sigur á ríkjandi meisturum SA, 3:2, í öðrum leik einvígisins um titilinn í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Meira »

Held þetta smelli fyrir norðan

21.3. Sigurður Sigurðarson, leikmaður SA, var að sjálfsögðu svekktur eftir 4:3 tap gegn Esju í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í kvöld. Meira »

Sem betur fer var þetta helvíti fínt

21.3. Björn Róbert Sigurðarson skoraði sigurmark Esju gegn SA í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí. Markið kom í framlengingu, en staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma. Meira »

Dramatískur sigur Esju í fyrsta leik

21.3. Esja tók forystu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi karla eftir 4:3 sigur í á SA í framlengdum leik í Skautahöllinni í Reykjavík í kvöld. Meira »

„Við erum ekki búnir að stíga af bensíngjöfinni“

21.3. UMFK Esja tekur á móti Skautafélagi Akureyrar í Laugardal í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitum Hertz-deildar karla í íshokkí. Meira »

Þetta var frábær úrslitakeppni

16.3. Anna Sonja Ágústsdóttir var fyrirliði Ásynja í kvöld þar sem Linda Brá Sveinsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla. Þurfti hún að sætta sig við tap í úrslitaleik gegn Ynjum en í því liði eru leikmenn á aldrinum 12-17 ára. Meira »

Ynjur Íslandsmeistarar – MYNDIR myndasyrpa

16.3. Ynjur, yngra lið Skautafélags Akureyrar, urðu í kvöld Íslandsmeistarar í íshokkí með 4:1 sigri á eldra liði SA, Ásynjum, í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn. Áður hafði hvort lið sigrað einu sinni að þetta var oddaleikur. Morgunblaðið fylgdist með lleiknum í Skautahöllinni á Akureyri. Meira »

„Sú yngsta er tólf ára“

16.3. Ragnhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Ynjanna, er fædd árið 2000 og gæti því verið yngsti fyrirliði meistaraliðs í hópíþrótt á Íslandi. Hún fékk að lyfta Íslandsmeistarabikarnum í íshokkí í kvöld eftir 4:1 sigur Ynjanna á Ásynjum. Meira »

Íslandsmeistari á mettíma

16.3. Birta Júlía Þorbjörnsdóttir stóð í marki Ynjanna í kvöld þegar lið hennar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í fyrsta skipti. Varði hún mjög vel og átti því stóran þátt í 4:1 sigri liðs síns. Hún var drifin í smá spjall. Meira »

„Ég er miklu tapsárari en mamma“

16.3. Nokkuð merkileg rimma var í gangi í úrslitakeppninni í íshokkí kvenna þar sem Ynjur lögðu Ásynjur í hreinum úrslitaleik í kvöld. Mæðgurnar Saga Sigurðardóttir og Guðrún Kristín Blöndal áttust þá við og hafði hin bráðunga Saga vinninginn. Eiginmaður Guðrúnar og faðir Sögu, Sigurður Sigurðsson, hafði á orði að það væri skárra þar sem varla yrði líft á heimilinu ef Saga myndi tapa. Var stelpan innt eftir þessu. Meira »

„Uppeldið tókst vel“

16.3. Silvía Rán Björgvinsdóttir er að öðrum ólöstuðum besti íshokkíleikmaður í kvennadeildinni á Íslandi. Hún átti frábæra seríu í úrslitakeppninni þar sem lið hennar, Ynjur, lögðu Ásynjur að velli með tveimur sigrum gegn einum. Meira »