SA Ásynjur kjöldrógu Björninn/SR

14.10. SA Ásynjur fóru illa með Björninn/SR í Hertz deildinni í íshokkí kvenna í Egilshöllinni í dag. Lokatölur í leiknum urðu 10:0 SA Ásynjum í vil, en norðankonur eru taplausar eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Meira »

Magnaður viðsnúningur hjá Birninum

10.10. Björninn vann glæsilegan 7:3-sigur á Esju á skautasvellinu Egilshöll í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Staðan fyrir síðasta leikhluta var 3:1, Esju í vil, en Björninn snéri taflinu við og tryggði sér sinn annan sigur á Íslandsmeisturunum á skömmum tíma. Meira »

Er meiriháttar afrek

9.10. „Tilfinningin var ólýsanleg þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Ísland litla þjóðin komin á HM. Þetta er hreint út sagt meiriháttar afrek,“ sagði landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson við mbl.is eftir sigurinn gegn Kosóvó sem tryggi Íslandi sæti í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári. Meira »

Víkingar sneru taflinu við

8.10. SA Víkingar unnu sinn fimmta leik af fyrstu sex á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld þegar þeir lögðu Björninn að velli, 5:4, í Skautahöllinni á Akureyri. Meira »

Esja rótburstaði SR

6.10. Esja rótburstaði SR, 11:0, í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld en leikið var í Skautahöll Reykjavíkur.   Meira »

Snorri tekur skref upp á við í Svíþjóð

6.10. Snorri Sigurbergsson, landsliðsmarkvörður í íshokkí, hefur samið við nýtt lið í Svíþjóð fyrir komandi tímabil.  Meira »

Öruggt hjá Birninum gegn SR

3.10. Björninn vann öruggan 4:1-útisigur á SR í Hertz-deild karla í íshokkíi í kvöld, en leikið var í Skautahöll Reykjavíkur.   Meira »

Leik hætt eftir að heitt vatn gerði gat

3.10. Í síðustu viku fór fram fyrsti grannaslagur tímabilsins í Hertz-deild kvenna í íshokkíi þegar Íslandsmeistarar Ynja tóku á móti Ásynjum í Skautahöllinni á Akureyri. Hins vegar þurfti að blása leikinn af þegar hann var rúmlega hálfnaður. Meira »

Grunnurinn lagður

2.10. Íslandsmeistarar UMFK Esju stimpluðu sig út úr fyrstu Evrópukeppni íslensks félagsliðs í íshokkíi með hörkugóðri frammistöðu gegn Tyrklandsmeisturum Zeytinburnu í Belgrad í gær. Meira »

Erfitt að bera Ísland og Tékkland saman

1.10. Tékkarnir Jan Semorád og Petr Kubos eru svo til nýorðnir leikmenn Íslandsmeistara UMFK Esju í íshokkíi. Þeir stóðu sig báðir afar vel í Evrópukeppninni sem nú er að ljúka í Belgrad enda leikmenn með forvitnilega ferilskrá. Meira »

Snúum aftur á næsta ári og rústum þessu

1.10. „Við áttum þennan leik allan daginn. Við náðum bara ekki að koma pökknum inn. Markvörðurinn þeirra átti bara leik lífs síns. Þetta var súrt tap, en það er ágætt að hafa náð í stig á fyrsta mótinu,“ sagði Aron Knútsson, leikmaður Esju, eftir lokaleik liðsins í Evrópukeppni félagsliða í Belgrad. Meira »

Esja náði í eitt stig í Belgrad

1.10. Íslandsmeistarar Esju í íshokkí máttu sætta sig við tap í vítakeppni fyrir Tyrklandsmeisturum Zeytinburnu í þriðja og síðasta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða í Belgrad í dag. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2:2. Meira »

Gaman að mæta mönnum sem maður er ekki með númerið hjá

30.9. „Þetta er mjög gott lið, en við hefðum alveg átt að vinna þetta. Það vantaði eitthvað lítið upp á,“ sagði Atli Snær Valdimarsson sem átti góðan leik í marki Esju þó að liðið yrði að sætta sig við 4:2-tap gegn Búlgaríumeisturum Irbis-Skate í Evrópukeppni félagsliða í Belgrad í dag. Meira »