Aron til Esju frá Kanada

30.6. Íslands- og deildarmeistarar Esju í íshokkí hafa samið við Aron Knútsson um að leika með liðinu á næsta tímabili. Aron hefur síðustu tvö tímabil leikið í Kanada með Almaguin Spartans og verið þar í lykilhlutverki. Meira »

„Kemur okkur á kortið“

27.6. Ungmennafélagið Esja verður á næsta tímabili fyrsta íslenska félagsliðið sem tekur þátt í Evrópukeppni í íshokkí. Um er að ræða Evrópukeppni félagsliða, Continental Cup, en þátttaka Esju er ekki síður merkileg fyrir þær sakir að félagið var stofnað fyrir þremur árum og vann fyrstu deildar- og Íslandsmeistaratitla sína í ár. Meira »

Esja í Evrópukeppni

26.6. Ísland mun í fyrsta sinn í sögunni eiga fulltrúa í Evrópukeppni félagsliða í íshokkí í vetur þegar Íslandsmeistarar UMFK Esju taka þátt. Meira »

Sannar sig sem einn sá besti í sögunni

13.6. Kanadamaðurinn Sidney Crosby er á allra vörum eftir að Pittsburgh Penguins tryggði sér hinn eftirsótta Stanley-bikar sem meistarar NHL-deildarinnar í íshokkí í fyrrinótt. Meira »

Mörgæsirnar í Pittsburgh unnu aftur

12.6. Pittsburgh Penguins endurheimtu í gær hinn svokallaða Stanley-bikar, sem fæst fyrir sigur í úrslitakeppni NHL-deildarinnar í íshokkí. Pittsburgh vann Nashville Predators samtals 4:2 í úrslitaeinvíginu um titilinn. Meira »

Kveður landsliðið með hvatningu

31.5. „Það er tími til kominn að einhver annar stýri stoltu íshokkístríðsmönnunum frá Íslandi,“ segir Svíinn Magnus Blårand, en hann mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari karla í íshokkí. Hann lætur af störfum eftir tveggja ára starf. Meira »

Risinn skotinn niður í vítakeppni

23.5. Svíþjóð fagnaði á sunnudagskvöld heimsmeistaratitli karla í íshokkí eftir hreint æsilegan úrslitaleik við Kanada, en leikið var í Köln í Þýskalandi. Svíþjóð vann í vítakeppni og er það í annað sinn í sögunni sem úrslit HM ráðast á þann hátt. Meira »

Popsie ætlað að snúa blaðinu við hjá SR

12.4. Josh Popsie, sem var aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí á HM í Rúmeníu á dögunum, er tekinn við sem aðalþjálfari SR. Meira »

Ingvar hefur enn ekki misst af leik

12.4. Lygilegur landsliðsferill Ingvars Þórs Jónssonar, fyrirliða landsliðsins í íshokkí, heldur áfram. Ingvar lék alla fimm leiki Íslands í A-riðli 2. deildar HM sem lauk í Rúmeníu á sunnudaginn. Meira »

Erfið vinna í svona umhverfi

11.4. Magnus Blårand, landsliðsþjálfari karla í íshokkíi segist ekki getað verið ánægður með niðurstöðu Íslands í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem lauk í Galati í Rúmeníu á sunnudag. Ísland hafnaði þá í 5.g næstneðsta sæti riðilsins, þriðja árið í röð. Meira »

Pétur var fljótastur að skora

10.4. Pétur Maack skoraði fljótasta markið í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí sem lauk í Galati í Rúmeníu í gærkvöldi. Meira »

Frá NHL-deildinni til íslenska landsliðsins

10.4. Hann var í sjúkrateymi Philadelphia Flyers í NHL-deildinni, sterkustu hokkídeild í heimi, og fylgdi nú íslenska karlalandsliðinu á HM í Rúmeníu sem lauk í gær. Hann hefur þó hvorki komið til Íslands né sjálfur stigið á skauta. Meira »

„Ungu strákarnir voru frábærir“

9.4. „Ég veit ekki hvort það var andlega hliðin eða líkamlega hliðin sem klikkaði. Kannski bæði,“ sagði Ingvar Þór Jónsson, landsliðsfyrirliði í íshokkí, í samtali við mbl.is eftir 6:0-tap liðsins fyrir Serbíu í lokaleik sínum í A-riðli 2. deildar HM sem lauk í Galati í Rúmeníu í kvöld. Tapið kom í veg fyrir að Ísland ynni til bronsverðlauna. Meira »