Risinn skotinn niður í vítakeppni

Í gær, 15:43 Svíþjóð fagnaði á sunnudagskvöld heimsmeistaratitli karla í íshokkí eftir hreint æsilegan úrslitaleik við Kanada, en leikið var í Köln í Þýskalandi. Svíþjóð vann í vítakeppni og er það í annað sinn í sögunni sem úrslit HM ráðast á þann hátt. Meira »

Popsie ætlað að snúa blaðinu við hjá SR

12.4. Josh Popsie, sem var aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí á HM í Rúmeníu á dögunum, er tekinn við sem aðalþjálfari SR. Meira »

Ingvar hefur enn ekki misst af leik

12.4. Lygilegur landsliðsferill Ingvars Þórs Jónssonar, fyrirliða landsliðsins í íshokkí, heldur áfram. Ingvar lék alla fimm leiki Íslands í A-riðli 2. deildar HM sem lauk í Rúmeníu á sunnudaginn. Meira »

Erfið vinna í svona umhverfi

11.4. Magnus Blårand, landsliðsþjálfari karla í íshokkíi segist ekki getað verið ánægður með niðurstöðu Íslands í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem lauk í Galati í Rúmeníu á sunnudag. Ísland hafnaði þá í 5.g næstneðsta sæti riðilsins, þriðja árið í röð. Meira »

Pétur var fljótastur að skora

10.4. Pétur Maack skoraði fljótasta markið í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí sem lauk í Galati í Rúmeníu í gærkvöldi. Meira »

Frá NHL-deildinni til íslenska landsliðsins

10.4. Hann var í sjúkrateymi Philadelphia Flyers í NHL-deildinni, sterkustu hokkídeild í heimi, og fylgdi nú íslenska karlalandsliðinu á HM í Rúmeníu sem lauk í gær. Hann hefur þó hvorki komið til Íslands né sjálfur stigið á skauta. Meira »

„Ungu strákarnir voru frábærir“

9.4. „Ég veit ekki hvort það var andlega hliðin eða líkamlega hliðin sem klikkaði. Kannski bæði,“ sagði Ingvar Þór Jónsson, landsliðsfyrirliði í íshokkí, í samtali við mbl.is eftir 6:0-tap liðsins fyrir Serbíu í lokaleik sínum í A-riðli 2. deildar HM sem lauk í Galati í Rúmeníu í kvöld. Tapið kom í veg fyrir að Ísland ynni til bronsverðlauna. Meira »

Rúmenía tryggði gullið

9.4. Rúmenía stóð uppi sem sigurvegar í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkíi sem lauk í borginni Galati þar í landi í kvöld. Rúmenía vann 3:0-sigur á Spáni í lokaleik mótsins og tryggði gullið. Meira »

Ísland fékk skell og missti af bronsinu

9.4. Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi hafnaði í 5. sæti í A-riðli 2. deildar HM í íshokkíi sem fram fór í Galati í Rúmeníu. Ísland tapaði afar illa fyrir Serbíu í lokaleik sínum í dag, 6:0, en sigur hefði tryggt Íslandi bronsverðlaun. Þess í stað er næstneðsta sætið staðreynd, þriðja mótið í röð. Meira »

Hreinn úrslitaleikur í kvöld

9.4. Það er ljóst að um hreinan úrslitaleik verður að ræða í kvöld í lokaleik A-riðils 2. deildar HM í íshokkíi sem fram fer í Galati í Rúmeníu. Úrslitin á toppi og botni munu þá ráðast í viðureign Rúmeníu og Spánar. Meira »

Að duga eða drepast fyrir Ísland í dag

9.4. Íslenska karlalandsliðið í íshokkí spilar í dag sinn síðasta leik í A-riðli 2. deildar HM sem fram fer í Galati í Rúmeníu. Staðan er einföld; sigur tryggir liðinu bronsverðlaun en tap setur liðið niður í 5. sætið þriðja mótið í röð. Meira »

Þeir yngri verða að reynsluboltum

8.4. „Það verður sigur fyrir Ísland að forðast fall úr deildinni.“ Svona var hugarfar margra um möguleika Íslands á HM í íshokkí sem klárast í Galati í Rúmeníu á morgun. Meira »

Það var ekkert í lagi

8.4. „Það verður ekkert mál að rífa sig upp eftir þetta. Ég held að menn verði bara hungraðir að sanna sig eftir svona frammistöðu,“ sagði Ingvar Þór Jónsson, landsliðsfyrirliði í íshokkí eftir að Ísland hafði tapað illa fyrir Belgíu, 9:3, í A-riðli 2. deildar HM sem fram fer í Galati í Rúmeníu. Meira »