Esju-sigur í fyrsta leik tímabilsins

Það var hart barist í Laugardalnum í kvöld.
Það var hart barist í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Golli

Esja sigraði Björninn, 6:2, í fyrsta leik tímabilsins í Hertz-deild karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld.

Fyrirfram var búist við hörkuleik þar sem bæði lið hafa verið að styrkja sig að undanförnu en þau stefna bæði á að vera í toppbaráttunni í vetur.

Heimamenn í Esju lögðu grunninn að sigrinum með góðum leik í fyrsta leikhluta en þeir skoruðu þrjú mörk í honum gegn einu marki gestanna.

Liðin skoruðu sitt hvort markið í öðrum leikhluta. Heimamenn spýttu aftur í lófana í síðasta leikhlutanum, unnu hann 2:0 og leikinn 6:2.

Sturla Snorrason skoraði tvö marka Esju og þeir Björn Sigurðarson, Snorri Sigurbjörnsson, Egill Þormóðsson og Steindór Ingason gerðu sitt markið hver. Hjalti Jóhannsson og Andri Helgason skoruðu mörk gestanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert