Dramatískur sigur Esju í fyrsta leik

Esja tók forystu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla eftir 4:3 sigur í á SA í framlengdum leik í Skautahöllinni í Reykjavík í kvöld.

Esjumenn voru með mikla yfirburði í deildinni í vetur og byrjuðu þeir mun betur og fengu nokkur færi á fyrstu mínútunum. Það var því algjörlega verðskuldað þegar Patrik Podsednicek skoraði eftir 12 mínútur. Það reyndist eina mark 1. leikhluta, þrátt fyrir ágætis færi beggja liða.

Esja hélt áfram í 2. leikhluta og bættu Egill Þormóðsson og Pétur Maack við mörkum. Eins og í fyrsta leikhluta, fékk SA sín færi, en færin voru fleiri hjá Esju og var 3:0 forysta fyrir síðasta leikhlutann algjörlega verðskulduð.

SA-ingar byrjuðu 3. leikhluta af miklum krafti og Jussi Sipponen skoraði eftir aðeins 27 sekúndur og minnkaði muninn í 3:1, hann bætti svo við öðru marki, fimm mínútum síðar og skyndilega var staðan orðin 3:2 og korter eftir. Jóhann Leifsson fullkomnaði endurkomuna sjö mínútum fyrir leikslok, er hann jafnaði í 3:3.

Þrátt fyrir ágætis tilraunir beggja liða, tókst þeim ekki að bæta við mörkum og því var framlengt. Björn Róbert Sigurðarson skoraði sigurmarkið á 3. mínútu framlengingarinnar með glæsilegu skoti.

SA 4:3 SA opna loka
63. mín. Björn Róbert Sigurðarson (SA) Mark 4:3 - Glæsilegt skot. Esja vinnur fyrsta leikinn í einvíginu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert