SA Ásynjur kjöldrógu Björninn/SR

SA Ásynjur fóru illa með Björninn/SR í leik liðanna í …
SA Ásynjur fóru illa með Björninn/SR í leik liðanna í dag. mbl.is/Árni Sæberg

SA Ásynjur fóru illa með Björninn/SR í Hertz deildinni í íshokkí kvenna í Egilshöllinni í dag. Lokatölur í leiknum urðu 10:0 SA Ásynjum í vil, en norðankonur eru taplausar eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni á yfirstandandi leiktíð.

Anna Ágústsdóttir, Alda Arnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Thelma Guðmundsdóttir skoruðu tvö mörk hver fyrir SA Ásynjur. Arndís Sigurðardóttir og Birna Baldursdóttir skoruðu síðan sitt markið hvor fyrir SA Ásynjur. 

SA Ásynjur er með níu stig og trónir á toppi deildarinnar, en liðið hefur þremur stigum meira en Ynjur sem eru sæti neðar. Björninn/SR er svo án stiga á botni deildarinnar. SA Ásynjur og Ynjur mætast í toppslag deildarinnar eftir tíu daga.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert