Njarðvík með fullt hús

Brenton Birmingham og félagar hans í Njarðvík byrja vel í …
Brenton Birmingham og félagar hans í Njarðvík byrja vel í Iceland Express-deildinni. Ómar Óskarsson

Njarðvíkingar unnu sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum í Iceland Express-deikd karla í körfuknattleik þegar þeir lögðu bikarmeistara ÍR-inga, 83:69, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Á Sauðárkróki hafði Tindastóll betur gegn Skallagrími, 102:90, í framlengdum leik en staðan eftir venjulegan leiktíma var, 81:81.

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 26 stig fyrir Njarðvíkinga og Brenton Birmingham kom næstur með 16. Hjá ÍR-ingum var Ómar Sævarsson atkvæðamestur með 16 stig og Eiríkur Önundarson skoraði 13.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert