Bryant hættir við að hætta hjá Lakers

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Reuters

Kobe Bryant, sem lýsti því yfir í dag að hann væri harðákveðinn að fara frá bandaríska körfuboltaliðinu LA Lakers, skipti um skoðun í kvöld eftir að hafa rætt við Phil Jackson, þjálfara liðsins.

„Ég vil ekki lengur fara," sagði Bryant við KLAC útvarpsstöðina. „Hér er frábært að vera. Ég hringdi í Phil og við töluðum saman, þetta var tilfinningaþrungið samtal en hann sagði: Veistu, Kobe. Við munum reyna að leysa þetta. Ég fæ mikinn stuðning frá Phil."

Í samtali við útvarpsstöðina ESPN sagði hann, að stjórn liðsins væri í molum og hann væri harðákveðinn í að óska eftir því að fá að fara frá félaginu í leikmannaskiptum.

Bryant hefur verið hjá Lakers í 11 ár og hefur á þeim tíma unnið þrjá NBA meistaratitla með liðinu. Hann á nú fjögur ár eftir af sjö ára samningi sem hann gerði í júlí 2004, daginn eftir að Shaquille O'Neal fór frá liðinu til Miami Heat í miklum leikmannaskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert