Mæta besta miðherja í Evrópu

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik fær verðugt verkefni í kvöld þegar liðið tekur á móti Georgíu í B-deild Evrópukeppni landsliða í Laugardalshöllinni. Georgíumenn eru sterkir á svellinu í körfuknattleiknum og eru að berjast um sigur í riðlinum við Finna. Íslenska liðið tapaði einmitt illa fyrir Finnum um liðna helgi og því er ljóst að um erfitt verkefni verður að ræða. Þekktasti leikmaður Georgíu er Zaza Pachulia sem er miðherji NBA-liðsins Atlanta Hawks. Pachulia er almennt talinn besti miðherjinn frá Evrópu og forvitnilegt verður að sjá þá Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson eiga við kappann, en þeir eru höfðinu lægri.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert