107:85. B.A. Walker skoraði 37 stig fyrir Keflavík sem hefur ekki tapað leik á leiktíðinni. Andrew Fogel skoraði 30 stig fyrir KR. Á Akureyri var botnslagur Þórs og Hamars úr Hveragerði en þar hafði Þór betur, 92:74. ">

Walker skoraði 37 stig í stórsigri Keflavíkur gegn KR

Njarðvíkingurinn hávaxni, stöðvar KR-inginn Jovan Zdravevski.
Njarðvíkingurinn hávaxni, stöðvar KR-inginn Jovan Zdravevski. Brynjar Gauti

Keflavík átti ekki í vandræðum með Íslandsmeistaralið KR í sjöttu umferð Iceland Express deildarinnar í kvöld en Keflavík sigraði 107:85. B.A. Walker skoraði 37 stig fyrir Keflavík sem hefur ekki tapað leik á leiktíðinni. Andrew Fogel skoraði 30 stig fyrir KR. Á Akureyri var botnslagur Þórs og Hamars úr Hveragerði en þar hafði Þór betur, 92:74.

Hamar er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Þór er með 4 stig líkt og Skallagrímur, ÍR og Fjölnir. Keflavík er með 12 stig og fullt hús stiga eftir 6 umferðir. Grindavík er með 10 stig, KR 8, Snæfell, Njarðvík, Tindastóll og Stjarnan eru öll með 6 stig.

Ágúst Björgvinsson stýrði Hamarsliðinu í fyrsta sinn í kvöld. Cedric Isom skoraði 30 stig fyrir Þór, þar af 18 í fyrri hálfleik og Óðinn Ásgeirsson skoraði alls 27 stig og 14 fyrri hálfleik. Í liði Hamars er Marvin Valdimarsson stigahæstur með 20 stig en George Byrd var með 18 stig.

Keflavík - KR: 107:85. Lokatölur.

Staðan var 75:61 fyrir Keflavík eftir þriðja og næst síðasta leikhluta.

B.A. Walker fór á kostum í liði Keflavíkur en hann skoraði alls 37 stig og 19 stig í fyrri hálfleik. Tommy Johnson skoraði 20 stig fyrir Keflavík, Magnús Gunnarsson var með 14 stig líkt og Gunnar Einarsson. Sigurður Þorsteinsson skoraði 11 stig. Joshua Helm skoraði 12 stig fyrir KR en hann skoraði 11 í fyrri hálfleik. Andrew Fogel var stigahæstur í liði KR með 30 stig, Helgi Már Magnússon var með 8 stig, Skarphéðinn Ingason 7, Brynjar Björnsson 7, Jovan Zdravevski 6 og Darri Hilmarsson 3.

Staðan í hálfleik var 47:42.

Staðan var 28:26 eftir fyrsta leikhluta.

Bein útsending á KR-TV.

Sigurður Þorsteinsson leikmaður Keflavíkur skoraði síðustu körfu 1. leikhluta með þriggja stiga skoti frá miðju vallarins um leið og leiktíminn rann út.

Þór Ak. - Hamar: 92:74. Lokatölur

Ágúst Björgvinsson stýrði Hamarsliðinu í fyrsta sinn í kvöld. Cedric Isom skoraði 30 stig fyrir Þór, þar af 18 í fyrri hálfleik og Óðinn Ásgeirsson skoraði alls 27 stig og 14 fyrri hálfleik. Í liði Hamars er Marvin Valdimarsson stigahæstur með 20 stig en George Byrd var með 18 stig.

Staðan var 50:40 í hálfleik.

Cedric Isom skoraði 18 stig fyrir Þór í fyrri hálfleik og Óðinn Ásgeirsson er með 14 stig. Í liði Hamars var Marvin Valdimarsson stigahæstur með 12 stig.

Staðan eftir 1. leikhluta var 30:13 fyrir Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert