Hlynur og Pálína bestu leikmennirnir

Pálína Gunnlaugsdóttir er besti leikmaðurinn í kvennaflokki.
Pálína Gunnlaugsdóttir er besti leikmaðurinn í kvennaflokki. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Hlynur Bæringsson úr Snæfelli og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Keflavík voru útnefnd bestu leikmennirnir á Íslandsmóti karla og kvenna á lokahófi körfuknattleiksfólks sem fram fer á Broadway í Reykjavík í kvöld.

Efnilegustu leikmennirnir voru valin þau Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Haukum. 

Úrvalslið karla er þannig skipað:
Brenton Birmingham, Njarðvík
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Hreggviður Magnússon, ÍR
Hlynur Bæringsson, Snæfelli

Íslandsmeistarar Keflavíkur eiga engan leikmann í liði ársins.

Úrvalslið kvenna er þannig skipað:
Hildur Sigurðardóttir, KR
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum
Sigrún Ámundadóttir, KR
Signý Hermannsdóttir, Val

Pálína  Gunnlaugsdóttir og Hlynur Bæringsson voru einnig útnefnd bestu varnarmennirnir.

TeKesha Watson úr Keflavík og Darrell Flake úr Skallagrími voru útnefnd bestu erlendu leikmennirnir.

Jón Halldór Eðvaldsson, kvennaliði Keflavíkur, og Sigurður Ingimundarson, karlaliði Keflavíkur, voru útnefndir bestu þjálfararnir.

Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík var útnefndur dómari ársins fjórða árið í röð.

Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík og Axel Kárason úr Skallagrími voru útnefnd prúðustu leikmennirnir.

Úrvalslið 1. deildar karla:
Rúnar Ingi Erlingsson, Breiðabliki
Kristján Rúnar Sigurðsson, Breiðabliki
Árni Ragnarsson, FSu
Steinar Kaldal, Ármanni
Sævar Sigurmundsson, FSu

Einar Árni Jóhannsson, Breiðabliki, var útnefndur besti þjálfarinn í 1. deild karla.

Fréttablaðið fékk fjölmiðlaverðlaun KKÍ og karfan.is fékk heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta í vetur.

Kristinn Óskarsson og Ingi Þór Steinþórsson voru sæmdir silfurmerki KKÍ og þeir Gísli Friðjónsson og Björn Leósson voru sæmdir gullmerki KKÍ. 

Hlynur Bæringsson er besti leikmaðurinn í karlaflokki.
Hlynur Bæringsson er besti leikmaðurinn í karlaflokki. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert