Njarðvíkingar sigruðu ÍR á útivelli

Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur fagnaði sigri í Seljaskóla í kvöld.
Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur fagnaði sigri í Seljaskóla í kvöld. mbl.is/Kristinn

Njarðvíkingar eru að ná sér á strik í Iceland Express deildinni í körfuknattleik karla en í kvöld hafði liðið betur gegn ÍR á útivelli 73:69. Tindastóll frá Sauðárkróki sigraði Stjörnuna á heimavelli 84:78 og Þór sigraði nýliða FSu á heimavelli sínum á Akureyri 99:89.

Darrel Flake skoraði 26 stig fyrir Tindastól og tók að auki 15 fráköst. Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 26 stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert