FSu sigraði í Njarðvík

Logi Gunnarsson úr Njarðvík sækir að körfu FSu í leiknum …
Logi Gunnarsson úr Njarðvík sækir að körfu FSu í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli Sigurðsson

Þrír leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland-Express deildinni, í kvöld. Snæfell vann Tindastól á Sauðárkróki, 95:88, KR vann ÍR í Seljaskóla, 98:80, og FSu náði í dýrmæt stig með sigri í Njarðvík, 84:82, eftir æsispennandi lokamínútur.

Alla tölfræði leikjanna er að finna á "Live-Stat" tölfræðivef KKÍ.

Tindastóll - Snæfell 88:95
Gangur leiksins: 2:6, 6:8, 9:15, 11:20, 15:20, 15:26, 17:26, 20:26, 28:34, 36:44, 40:47, 45:51, 50:58, 50:63, 54:66, 58:72, 60:80, 66:85, 70:87, 76:93, 80:95, 88:95 - leik lokið.
Sigurður Þorvaldsson skoraði 29 stig fyrir Snæfell, Jón Ólafur Jónsson 22 og Hlynur Bæringsson 14.
Helgi Rafn Viggósson skoraði 18 stig fyrir Tindastól, Ísak Einarsson 17 og Svavar Birgisson 14.

Njarðvík - FSu 82:84 
Gangur leiksins: 2:4, 7:6, 15:8, 20:10, 22:12, 25:16, 25:19, 31:24, 36:29, 38:34, 43:34, 45:35, 47:41, 47:48, 51:52. 51:56, 58:60, 58:65, 58:69, 63:69, 65:73, 74:78, 76:82, 82:82, 82:83, 82:84.
Sævar Sigurmundsson skoraði 28 stig fyrir FSu, Vésteinn Sveinsson 19 og Árni Ragnarsson 18.
Logi Gunnarsson skoraði 31 stig fyrir Njarðvík, Friðrik Stefánsson 20 og Hjörtur Hrafn Einarsson 16. 

ÍR - KR 80:98 
Gangur leiksins: 6:2, 6:5, 8:5, 13:8, 21:23, 38:52, 54:70, 80:98
Jón Arnór Stefánsson skoraði 20 stig fyrir KR, Jakob Örn Sigurðarson 19 og Darri Hilmarsson 18. Hreggviður Magnússon gerði 25 stig fyrir ÍR og Ómar Örn Sævarsson 18.

Slakt netsamband er í Seljaskóla og því var ekki hægt að vera með beina textalýsingu þaðan hér á mbl.is eins og til stóð.

Nánar er fjallað um leikina í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

Jakob Örn Sigurðarson skorar fyrir KR í leiknum í kvöld.
Jakob Örn Sigurðarson skorar fyrir KR í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert