Stjörnuleikur NBA: Öruggur sigur hjá vestrinu

Kobe Bryant og Shaquille O'Neal voru útnefndir menn leiksins.
Kobe Bryant og Shaquille O'Neal voru útnefndir menn leiksins. Reuters

Lið Vesturdeildarinnar hrósaði sigri gegn Austurdeildinni, 146:119, í 58. stjörnuleiknum í NBA-deildinni í körfuknattleik sem fram fór í Phoenix í nótt. Gölmu samherjarnir í Lakers-liðinu Kobe Bryant og Shaquille O'Neal voru útnefndir menn leiksins en þeir voru að spila saman í fyrsta sinn í fimm ár og líklega í síðasta skipti.

Shaq lék aðeins í 11 mínútur en tókst á þeim tíma að skora 17 stig, taka 5 fráköst og eiga 5 stoðsendingar.

Kobe lék í 30 mínútur og skoraði 27 stig, tók 4 fráköst, átti 4 stoðsendingar og stað 4 boltum frá andstæðingum sínum.

Stigahæstir hjá Vesturdeildinni: Kobe Bryant 27, Amare Stoudamire 19, Shaquille O'Neal 17, Pau Gasol 14, Chris Paul 14, Tony Parker 14, Brandon Roy 14. 

Stigahæstir hjá Austudeildinni: LeBron James 20, Dwayne Wade 18, Paul Pierce 18, Dwight Howard 13.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert