Obama hafði góð áhrif á leikmenn Washington

Barack Obama heilsar fimm ára gömlum stuðningsmanni Washington Wisardz, Nick …
Barack Obama heilsar fimm ára gömlum stuðningsmanni Washington Wisardz, Nick Aiello. Reuters

JaVale McGee leikmaður Chicago Bulls sýndi fín tilþrif í NBA-deildinni i gær gegn Washington Wizards og eftir eina viðstöðulausu troðsluna hljóp McGee að hliðarlínunni og heilsaði áhorfendum að hermannasið. Þar sat í fremstu röð Barack Obama forseti Bandaríkjana sem er harður stuðningsmaður Bulls og tók hann vel á móti kveðju McGee.

Obama er fyrsti forseti Bandaríkjana sem mætir á heimaleik Wizards frá því að Bill Clinton lét sjá sig á leik þann 19. janúar árið 2000. Heimsókn forsetan hafði greinilega góð áhrif á leikmenn Wizards sem „rúlluðu“ yfir Bulls 113:90.

San Antonio – Cleveland 86:97

Lebron James skoraði 30 stig og tók 14 fráköst í 97:86-sigri liðsins gegn San Antonio Spurs á útivell. Tim Duncan lék ekki með Spurs en þetta er þriðji leikurinn í röð sem hann missir af vegna meiðsla í aftanverðu hægra læri.

New Orleans – Milwaukee 95:94

Tyson Chandler skoraði sigurkörfuna fyrir New Orleans Hornets 3,3 sekúndum fyrir leikslok með því að blaka boltanum ofaní af stuttu færi. Chandler var á dögunum á förum frá liðinu en hann stóðst ekki læknisskoðun hjá Oklahoma og var sendur til baka sem „gölluð vara“.
New Orleans missti niður 17 stiga forskot en leikmenn Milwaukee skoruðu 6 þriggja stiga körfur í röð á síðustu 3 mínútum leiksins. Richard Jefferson kom Bucks yfir með einni slíkri 10,5 sekúndum fyrir leikslok en Chandler tryggði síðan heimaliðinu sigur.  

Phoenix – Toronto 133:103

Shaquille O’Neal miðherji Phoenix er eflaust til í að leika gegn Toronto á hverjum degi því „gamla brýnið“ skoraði 45 stig í gær en hann verður 37 ára eftir tæplega eina viku. Leikmenn Toronto réðu ekkert við hinn 150 kg. þunga miðherja sem hitti úr 20 af alls 25 skotum sínum í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár þar sem að Shaq skorar meira en 40 stig í NBA-deildinni.

Dallas – Oklahoma 110:108

Dirk Nowitzki skoraði 17 stig í fjórða og síðasta leikhluta fyrir Dallas en alls skoraði Þjóðverjinn 41 stig í 110:108 sigri Dallas. Kevin Durant aðalstjarna Oklahoma snéri sig á ökkla í leiknum og f´pr hann af velli í kjölfarið og kom ekki meira við sögu.

Orlando – Detroit 85:93

Richard Hamilton var í byrjunarliði Detroit á ný og nýtti hann tækifærið og skoraði 31 stig og gaf 6 stoðsendingar. Detroit hafði fyrir leikinn tapað 8 leikjum í röð og hefur ástandið í herbúðum þessa sigursæla liðs verið „heitt“. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst.

Atlanta – Miami 91:83

Joe Johnson skoraði 24 stig fyrir Atlanta og Al Horford bætti við 21 stigi fyrir liðið. Horford tók að auki 22 fráköst sem er persónulegt met. Michael Beasley var stigahæstur í liði Miami með 23 stig.

Denver – LA Lakers 90:79

J. R. Smith skoraði 22 stig fyrir Denver og lauk þar með 9 leikja taphrinu Denver gegn Lakers. Skotnýting Lakers var aðeins 29,8% og hefur það aldrei áður gerst frá því að liðið flutti til Los Angeles árið 1960.

       
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert