James tryggði sigur - Lakers tapaði

LeBron James, leikmaður Cleveland.
LeBron James, leikmaður Cleveland. Reuters

LeBron James tryggði Cleveland sigur, 88:87, á Atlanta í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar hann skoraði úr vítakasti þegar aðeins 1,6 sekúndur voru til leiksloka. James var að vanda meðal bestu manna Cleveland og gerði 26 stig að þessu sinni. Cleveland hefur nú unnið sjö af síðustu átta leikjum og stendur vel að vígi.

Leikmenn Atlanta voru með forystuna lengst af fjórða leikhluta en töpuðu þræðinum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Joe Johnson var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig.

Kobe Bryant gerði 49 stig en þau dugðu ekki þegar LA Lakers tapaði fyrir Phoenix, 118:111, í hörkuleik þar sem fyrrverandi Lakers-maður, Shaquille O'Neal lék vel fyrir Phoenix og gerði 33 stig. Matt Barnes gerði 26 stig, tók 10 fráköst og átti sjö stoðsendingar. Steve Nash missti af þriðja leiknum í röð hjá Phoenix.

Spánverjinn Pau Gasol gerði 30 stig fyrir LA Lakers sem nú tapaði öðrum leiknum í röð á þessari leiktíð.

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og voru úrslit þeirra sem hér segir.

Detroit - Boston 105:95
Phoenix - LA Lakers 118:111
New Orleans - New Jersey 99:96
Indiana - Denver 100:94
Houston - Minnesota 105:94
Cleveland - Atlanta 88:87
Portland - San Antonio 102:84
Dallas - Toronto 109:98
Utah - Golden State 112:104

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert